Kveikjur

99 Farið hefur fé betra 22. Finndu fimm nöfn á forna réttlætisguðinn í sakamálaþrautinni. Láttu hann heita tveimur nöfnum. Geturðu fallbeygt þau öll? 23. Nöfnin í bekknum Farið í rannsóknarvinnu um nöfn allra í bekknum, merkingu þeirra og forsögu. Hvaðan kemur nafn hvers og eins? Er það út í loftið? Er það tengt hefðum í fjölskyldunni? Er sérstök saga á bak við það, hvers vegna varð þetta nafn fyrir valinu? Hvað merkir nafnið mitt? Hvernig fallbeygist það? Hefur merkingin áhrif á mig? Hvaðan koma nöfnin í fjölskyldu minni almennt? 25. Skoðaðu þessi orð: leikskólakennari hjúkrunarfræðingur flugstjóri leigubílstjóri kennari ráðherra Af hverju breyttist starfsheitið hjúkrunarkona í hjúkrunarfræðingur? Skúringakona í ræstitæknir? Fóstra í leikskólakennari? Hvernig förum við að þegar málfræðilegt kyn orðsins passar ekki við líkamlegt kyn? Til dæmis þegar Vigdís Finnbogadóttir varð forseti? Hvernig finnst þér hljóma að segja: „Frú Vigdís er svo virðulegur forseti“? En hvað með: „Björn Jónsson er vinsæl fyrirsæta“? 26. Hvaða orð finnst þér geta gengið fyrir konur sem gegna þessum embættum? Eru til góð og gild íslensk orð sem hægt er að nota eða þarftu að búa til nýyrði fyrir einhver þeirra? Framkvæmdastjóri – forseti – ráðherra – forstjóri – lögmaður – ritari – læknir. 24. Skrifaðu nútímasögu um þrjár systur sem búa á Öskufirði. Hvar og hvernig er Öskufjörður? Hvernig persónur eru systurnar? Í hvaða ævintýri lenda þær? Rifjaðu upp beinar og óbeinar lýsingar á bls. 71.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=