„Þið eruð hér með handtekin, grunuð um morðið á Jóni Sæmundssyni.“ Fólkið horfði furðu lostið hvort á annað. Herkúles sá þegar í stað að þau voru öll sek. Hvaða fólk var þetta og hvernig tengdist það dauða Jóns Sæmundssonar dómara? 98 Vísbendingar • Ása, Signý og Helga. Skyldu þær ekki tengjast? • Gísli stytti sér aldur. Eignaðist hann afkomendur? • Eggert var Hansson. Hver var faðir hans? • Hefnd. Skyldi hún ráða ferðinni hér? Nöfn, óvenjuleg og skemmtileg Í sakamálaþrautinni eru mörg nöfn. Sum þeirra teljast nokkuð sérkennileg á meðan önnur þykja fremur hefðbundin. Hvað veldur því? Kíktu í nafnabækur eða mannanafnaskrá á netinu og skoðaðu mannanöfn. Finndu 3 kvennmanns- og 3 karlmannsnöfn sem þú hefur ekki heyrt áður. Hvaða nöfn eru algengust í dag? Sum mannanöfn geta verið nokkuð erfið í fallbeygingu, sér í lagi þegar um tvö nöfn er að ræða. Stundum sleppir fólk því að fallbeygja nöfn. En reglan er sú að ef fólk ber tvö nöfn og notar bæði – á alltaf að fallbeygja þau bæði. Dæmi: Hannes Óttar – Ég er að fara til Hannesar Óttars. Sara Diljá – Ég fer til Söru Diljár. Jón Þór – Ég kem frá Jóni Þór. Dagný Ósk – Þetta er gjöf til Dagnýjar Óskar. 21.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=