Kristin trú - Fagnaðarerindið
K R I S T I N T R Ú 7 2 UPPVAXTARÁR JESÚ Fyrir 2000 árum náði rómverska heimsveldið yfir meginhluta þess heims sem þá var þekktur. Júdea, lítið ríki fyrir botni Miðjarðarhafs, var eitt þeirra landa sem Rómverjar lögðu undir sig. Þeir kölluðu Júdeu og landsvæðin í kring einu nafni Palestínu. Í dag er stór hluti þess svæðis innan landamæra Ísraels. Íbúarnir voru gyðingar. Helgirit þeirra voru byggð á kenningum Móse. Hann boðaði trú á einn Guð sem lætur sér annt um sköpun sína. Stórfenglegt musteri gyðinga var í Jerúsalem, höfuðborg Júdeu. Yfirvöld rómverska hernámsliðsins létu trúarlíf lands- manna að mestu í friði svo lengi sem þeir hlýddu þeim og borg- uðu skatt til keisarans í Róm. Messías Gyðingar þráðu að losna undan yfirráðumRómverja og verða aftur sjálfstæð þjóð. Margir þeirra treystu á að Guð mundi senda þeim mikinn herkonung sem réði niðurlögum Rómverja og stofnaði á ný ríki gyðinga eins og það hafði verið á gullöld þeirra á tímum Davíðs konungs og sonar hans Salómons. Trúin á þennan frelsara var mjög sterk meðal þjóðarinnar enda var komu hans spáð í helgiritunum. Hann var kallaður Messías sem þýðir „hinn smurði“ á hebresku, tungumáli gyðinga. Nafngiftin stafaði af því að það var til siðs að vígja konunga og spámenn með því að smyrja höfuð þeirra með olíu. Kristnir menn trúa því að Jesús frá Nasaret hafi verið sá sem helgiritin gáfu fyrirheit um. Til merkis um þessa trú þeirra bæta þeir titlinum Kristur við nafnið hans en Kristur er grísk þýðing á orðinu Messías. Gyðingar hafna því hins vegar að Jesús geti verið Messías því að hann hafi ekki frelsað þá undan oki Rómverja eða sest í hásæti Davíðs konungs eins og spádómarnir virtust benda til að hann mundi gera. Kristnir menn svara því til að ekki eigi að skilja spá- dómana bókstaflega. Messías hafi ekki átt að vera jarðneskur heldur andlegur konungur og það hafi Jesús einmitt verið. Hann ríki yfir hjörtum þeirra sem trúa á hann.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=