Kristin trú - Fagnaðarerindið

K R I S T I N T R Ú 5 1 BIBLÍAN Helgirit kristinna manna nefnist Biblían. Hún er safn bóka sem skrifaðar voru á mjög löngum tíma. Biblíunni er skipt í tvo hluta: Gamla og Nýja testamentið. Gamla testamentið inniheldur að mestu leyti sömu rit og helgirit gyðinga. Kristnir menn kalla þennan hluta Biblíunnar Gamla testamentið, sem þýðir gamli sáttmálinn, vegna þess að þeir líta svo á að Jesús hafi verið upp- fylling sáttmálans sem Guð gerði við Ísraelsmenn og að hann hafi jafnframt stofnsett nýjan sáttmála, Nýja testamentið, en af honum dregur seinni hluti Biblíunnar nafn sitt. Biblían hefur verið þýdd á fjöldamörg tungumál og engin bók hefur verið gefin út í jafn mörgum eintökum. Nýja testamentið Nýja testamentið er safn 27 bóka. Það hefst á fjórum ritum sem fjalla um ævi og störf Jesú. Þau heita Matteusar-, Markúsar- Prestur les úr Biblíunni við guðsþjónustu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=