Kristin trú - Fagnaðarerindið

K R I S T I N T R Ú 36 jóla, þann 24. desember. Eftir að fjölskyldan hefur borðað saman jólamatinn eru teknar upp gjafir. Áður fyrr voru börn á Íslandi hrædd með því að ef þau væru óþekk fengju þau enga nýja flík og þá mundi jólakötturinn éta þau. Þeim voru líka sagðar sögur af Grýlu sem átti það til að ræna óþægum krökkum og hafa þá í matinn. Jólasveinarnir synir hennar voru heldur ekki til fyrir- myndar. Þeir voru hrekkjóttir og stálu öllu steini léttara. Þessar þjóðsögur eru rifjaðar upp á hverjum jólum en eiga í harðri sam- keppni við jólasveininn með rauðu skotthúfuna sem er öllu vin- gjarnlegri. Helgisögnin um jólasveininn hefur verið rakin aftur til heilags Nikulásar, kristins biskups sem talið er að hafi átt heima í Tyrklandi á fjórðu öld. Hann var afar örlátur eins og jólasveinninn sem færir börnunum gjafir á jólunum. Börnin setja skó út í glugga áður en þau fara að sofa í von um að jólasveinninn setji eitthvað gott í hann á nóttunni. Ef þau hafa verið þæg fá þau gjöf í skóinn en séu þau óþekk fá þau bara kartöflu. Á flestum heimilum er haft fagurlega skreytt grenitré í stofunni. Oft fá börnin það hlutverk að skreyta jólatréð. Áður fyrr tíðkaðist Jólagjafir og skraut.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=