Kristin trú - Fagnaðarerindið
K R I S T I N T R Ú 35 • Páskar eru mesta hátíð kristinna manna. Þá minnast þeir upprisu Jesú á páskadagsmorgni, tæplega tveimur sólar- hringum eftir krossfestinguna. Hátíðarguðsþjónustur eru haldnar í kirkjum og margir fermast á páskum. Til siðs er að gefa börnum páskaegg úr súkkulaði. Eggið er tákn um nýtt líf. • Uppstigningardagur . Kristnir menn trúa því að 40 dögum eftir páska hafi Jesús stigið upp til himna. • Hvítasunnan er sjöunda sunnudag eftir páska. Þá minnast kristnir menn þess er heilagur andi kom yfir lærisveinana. • Jólin eru haldin hátíðleg í desember til að gleðjast yfir fæðingu Jesú Krists. Jólasiðir Ýmsir siðir tengjast jólahaldinu. Fólk óskar hvert öðru gleðilegra jóla á þessu tímabili. Síðustu fjórar vikurnar fyrir jól kallast aðventa . Þá býr fólk til aðventukrans úr greni og setur á hann fjögur kerti. Kveikt er á einu nýju kerti á hverjum sunnudegi til jóla. Hérlendis skreyta sumir hús sín og garða í tilefni jólanna með ljósaseríum og öðru skrauti. Margir setja líka ljósastjaka út í glugga. Götur og verslanir eru ljósum prýdd og jólalög hljóma úr útvarpstækjum. Ættingjar og vinir hittast til að baka saman laufabrauð. Í skólanum er föndrað jólaskraut og kennslustofur skreyttar. Áður en nemendur fara í jólafrí er haldin jólaskemmtun sem kölluð er „litlu jól“. Í sumum skólum senda nemendur hver öðrum jólakort. Á jólum eru oft haldin jólaboð þar sem stórfjölskyldan kemur saman. Margir hafa líka þann sið að fara út í kirkjugarð til að skreyta leiði ástvina sinna með ljósum. Samkvæmt gömlum sið hefjast jólin klukkan sex á aðfangadag aðventa = „koman“ eða „sá sem kemur“. Orðið vísar til komu Jesú Krists.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=