Kristin trú - Fagnaðarerindið

K R I S T I N T R Ú 34 9 KRISTNIR HELGIDAGAR Sumir kristnu helgidagarnir eru til að fagna gleðilegum atburðum í sögu trúarinnar. Jólin, pálmasunnudagur, páskar og hvítasunna eru í þessum flokki. Aðrir dagar eru sorglegir svo sem skírdagur og föstudagurinn langi. • Langafasta . Hefst 40 dögum fyrir páska. Áður fyrr föstuðu kristnir menn fram að páskum. • Pálmasunnudagur . Þá er þess minnst þegar Jesús reið á asna inn í Jerúsalem og fólkið fagnaði honum. • Skírdagur . Á fimmtudegi í sömu viku neytti Jesús síðustu kvöldmáltíðar með lærisveinum sínum. • Föstudagurinn langi . Næsta dag, föstudaginn langa, var Jesús krossfestur. Ungmenni lesa biblíutexta við guðsþjónustu í Grafarvogskirkju á hvítasunnudegi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=