Kristin trú - Fagnaðarerindið

K R I S T I N T R Ú 33 Útför Þegar kristinn maður deyr er haldin sérstök guðsþjónusta sem kallast útför. Ættingjum og vinum er boðið að vera viðstaddir. Við athöfnina í kirkjunni er farið með bænir og sungnir sálmar. Kistan stendur fyrir framan altarið, skreytt blómum og stundum íslenska fánanum. Í predikun sinni rifjar presturinn upp líf hins látna og minnir á orð Krists: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi . Að lokinni guðsþjónustunni bera ættingjar og vinir kistuna út í kirkjugarðinn. Leiðið er merkt með nafni hins látna sem skráð er á kross eða legstein. Önnur starfsemi Ýmislegt fleira er gert í kirkjunni. Nefna má barna- og unglinga- starf, starfsemi fyrir aldraða, fræðslufundi og kyrrðarstundir, auk margs konar menningarstarfsemi, svo sem tónleikahald. Barnafræðsla á vegum hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=