Kristin trú - Fagnaðarerindið

K R I S T I N T R Ú 32 Ferming Þegar barn er orðið 13 ára getur það látið ferma sig. Við fermingar- athöfnina játar unglingurinn kristna trú sína. Orðið ferming þýðir staðfesting sem vísar til þess að með fermingarheitinu er skírnar- sáttmálinn staðfestur. Þeir unglingar sem vilja fermast ganga til prests, eins og það er kallað, í einn vetur. Presturinn fræðir þá um kristna trú og undir- býr þá undir athöfnina. Meðal annars þurfa þeir að velja sér ritn- ingarvers úr Biblíunni til að læra utan að og fara með í kirkjunni á fermingardaginn. Það er hátíðleg stund þegar fermingarbörnin ganga inn kirkju- gólfið í hvítum kyrtlum sem eiga að minna á skírnarkjólinn. Í lok athafnarinnar er unglingnum boðið að ganga til altaris sem full- gildur meðlimur safnaðarins. Eftir guðsþjónustuna er boðið til veislu og fermingarbarninu færðar gjafir í tilefni dagsins. Prestar blessa fermingarbarn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=