Kristin trú - Fagnaðarerindið

K R I S T I N T R Ú 31 Skírn Kristur sagði lærisveinum sínum að skíra þá sem taka trú til nafns föðurins og sonarins og hins heilaga anda . (Matt. 28:20) Þess vegna fer fram skírnarathöfn þegar einhver er boðinn velkominn í kristið samfélag. Skírt er með vatni, líkt og Jóhannes gerði í ánni Jórdan á dögum Jesú. Bæði innan katólsku kirkjunnar og íslensku þjóðkirkjunnar eru ungbörn skírð um leið og þeim er gefið nafn. Algengast er að móðirin haldi á barninu, sem er klætt í hvítan skírnarkjól, á meðan presturinn vætir höfuð þess með vígðu vatni úr skírnar- fonti og gerir krossmark á enni þess og brjóst. Bænir eru beðnar fyrir barninu og presturinn blessar það. Foreldrarnir játa trú sína á Krist fyrir þess hönd og lofa þar með að veita barninu trúarlegt uppeldi. Tveir skírnarvottar eða guðfeðgin eru einnig viðstödd athöfnina. Guðfeðginin eiga að aðstoða foreldrana við að fræða barnið um kristindóminn. Oft gegna afi og amma eða aðrir nánir ættingjar barnsins þessu hlutverki. Sumar kristnar kirkjur telja réttara að skírn eigi sér ekki stað fyrr en einstaklingurinn er orðinn fullorðinn þegar hann er fær um að taka meðvitaða ákvörðun um hvort hann vilji tilheyra kristnu samfélagi. Við fullorðinsskírn er einstaklingnum oftast dýft á kaf niður í vatn. Niðurdýfingin táknar að viðkomandi sé „grafinn“ með Jesú og rísi síðan upp til nýs og betra lífs. Skírn í ánni Jórdan. vígðu = sem búið er að helga með bænum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=