Kristin trú - Fagnaðarerindið

K R I S T I N T R Ú 30 Altarisganga Í sumum kirkjum er gengið til altaris á hverjum sunnudegi en í öðrum er það gert mun sjaldnar. Við altarisgöngur er settur bikar með messuvíni á altarið og skál með oblátum sem eru litlar brauð- skífur. Vínið og obláturnar eiga að minna á vínið og brauðið sem Jesú gaf lærisveinum sínum við síðustu kvöldmáltíðina. Fólkið krýpur fyrir framan prestinn sem setur oblátu upp í munninn á hverjum safnaðarmeðlimi og segir: „Líkami Krists, lífsins brauð“. Um leið og hann býður einhverjum að drekka af bikarnum, sem kallast kaleikur, segir hann: „Blóð Krists, bikar lífsins“. Hjónavígsla Þeir sem vilja gifta sig í kirkju leita til prests til að annast hjóna- vígsluna. Presturinn ræðir við verðandi brúðhjón og veitir þeim ráðgjöf ef með þarf. Hjónavígslan er í raun og veru helgiathöfn eins og orðið vígsla bendir til en það þýðir helgun, að gera eitthvað heilagt. Brúðhjónin koma upp að altarinu og krjúpa fyrir framan það. Presturinn leggur hönd sína á höfuð þeirra og biður Guð að blessa hjónabandið. Hann ræðir um helgi hjónabandsins og brýnir fyrir verðandi hjónum að sýna hvort öðru ávallt trúnað, ástúð og kærleika, líkt og Kristur boðaði. Eftir vígsluna eru þau hjón að lögum. Altarisganga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=