Kristin trú - Fagnaðarerindið

K R I S T I N T R Ú 29 Í flestum kirkjum eru predikunarstólar en það eru upphækkuð ræðupúlt, oft fagurlega skreytt með biblíumyndum eða trúartákn- um. Þar flytur presturinn predikun sem þýðir að hann útskýrir Biblíuna og hvetur söfnuðinn til að lifa í samræmi við orð hennar. Trúarjátningin Öðru hvoru biður presturinn kirkjugesti að rísa úr sætum í virð- ingarskyni. Þetta er til dæmis gert þegar sóknarbörnin játa trú sína opinberlega með því að fara með postullegu trúarjátninguna sem samin var á annarri öld: Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar. Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottin vorn, sem getinn er af heil- ögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða. Ég trúi á heilagan anda, heilaga, almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrir- gefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf. Prestur í predikunarstól.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=