Kristin trú - Fagnaðarerindið

K R I S T I N T R Ú 28 Hann á meðal annars að boða kristna trú, fræða um kristilegt líf- erni og sjá um allar helstu helgiathafnir. Innan þjóðkirkjunnar eru bæði karlar og konur prestar. Kirkjugestirnir sitja á bekkjum í kirkjuskipinu, sem svo er kallað, en presturinn gengur að helgasta hluta kirkjunnar, altarinu, sem er innarlega fyrir miðju. Á altarinu hvílir Biblía og sitt hvorum megin við hana eru höfð kerti sem kveikt er á. Lítill kross prýðir stundum altarið og ekki er óalgengt að það sé skreytt með fallegum blómum. Altarið á að minna á borðið sem Jesús og lærisveinar hans sátu við þegar þeir neyttu síðustu kvöldmáltíðarinnar. Fyrir ofan altarið er oft altaristafla með máluðum myndum af Jesú eða kristnum trúartáknum. Margar kirkjur eru einnig skreyttar með steindum gluggum sem sýna helstu atburði Biblíunnar. Meðan á orgelspilinu stendur snýr presturinn sér að altarinu með bakið í söfnuðinn en þegar því lýkur snýr hann sér við. Presturinn tónar ritningarvers og bænir úr Biblíunni og kirkju- kórinn syngur sálma. Meðhjálparinn, aðstoðarmaður prestsins, sér til þess að nóg sé til af sálmabókum svo að söfnuðurinn geti tekið undir sönginn. Frá guðsþjónustu í Grafarvogskirkju.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=