Kristin trú - Fagnaðarerindið

K R I S T I N T R Ú 27 8 KIRKJUSTARFIÐ Orðið kirkja getur bæði átt við samfélag kristinna manna og bygginguna sem það notar fyrir starfsemi sína. Byggingin er líka kölluð guðshús því þar eru haldnar guðsþjónustur og ýmsar aðrar helgiathafnir fara þar fram. Guðsþjónustur Guðsþjónustur eru haldnar á sunnudögum því kristnir menn trúa því að Jesús hafi risið upp frá dauðum á þeim vikudegi. Boðað er til guðsþjónustu með því að hringja stórum klukkum. Þær eru vanalega hafðar efst í kirkjuturninum og ofan á honum er kross, helsta tákn kristinna manna. Hefbundin messa hjá íslensku þjóðkirkjunni hefst á því að presturinn gengur inn í kirkjuna við undirspil organistans. Presturinn er leiðtogi safnaðarins. Starf hans er mjög fjölbreytt. Hallgrímskirkja í Reykjavík er stærsta kirkjubyggingin á Íslandi. Hún er nefnd eftir séra Hallgrími Péturssyni sem orti Passíusálmana.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=