Kristin trú - Fagnaðarerindið

K R I S T I N T R Ú 26 við þýska munkinn Martein Lúther, en hann snerist gegn valdi katólsku kirkjunnar og sakaði hana um spillingu. Lútherstrúarmenn lögðu mikla áherslu á að þýða Biblíuna á þjóðtungur hinna ýmsu landa. Árið 1540 kom út þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu og rúmlega fjörutíu árum síðar, árið 1584, bætti Guðbrandur Þorláksson biskup á Hólum í Hjaltadal um betur og gaf út alla Biblíuna á íslensku. Þessi merka þýðing átti mikinn þátt í því að varðveita íslenskt tungumál. Margir andans menn tengjast sögu kristninnar á Íslandi. Hér verður látið nægja að nefna prestana Hallgrím Pétursson sem orti Passíusálmana um þjáningar Krists og Matthías Jochumsson, höf- und kvæðisins við íslenska þjóðsönginn. Langflestir Íslendingar játa kristna trú og stærstur hluti þeirra er í þjóðkirkjunni sem er evangelísk-lúthersk kirkja. Biskup er æðsti embættismaður þjóðkirkjunnar og hefur aðsetur í Reykjavík. Ýmsar aðrar kristnar kirkjur og söfnuðir eru í landinu. Helstu kirkjur eru katólska kirkjan, rétttrúnaðarkirkjan og fríkirkjan en söfnuðir: Hvítasunnusöfnuðurinn, Krossinn, Vegurinn, Hjálpræðis- herinn og Aðventistar. Að auki starfa hér söfnuðir Votta Jehóva og Kirkja hinna síðari daga heilögu, betur þekktir sem mormónar. Kraftmikil tilbeiðslutónlist á samkomu hjá Hvítasunnusöfnuðinum Fíladelfíu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=