Kristin trú - Fagnaðarerindið

K R I S T I N T R Ú 25 7 KRISTNI Á ÍSLANDI Samkvæmt rituðumheimildum voru fyrstumennirnir semdvöldu á Íslandi kristnir munkar frá Írlandi. Þeir hurfu hins vegar á braut þegar norrænir víkingar námu hér land. Langflestir landnáms- manna voru heiðnir en þó voru nokkrir kristnir menn á meðal þeirra. Flestir þrælanna sem víkingarnir höfðu með sér voru einnig kristinnar trúar. Kristin trú var lögtekin á Alþingi Íslendinga á Þingvöllum árið 1000 en þó var heiðnum mönnum leyft að stunda trú sína á laun. Smátt og smátt jukust áhrif kristninnar í landinu. Biskupsstólar voru stofnsettir í Skálholti og að Hólum í Hjaltadal og þar voru einnig reknir prestaskólar. Klaustur voru starfandi víða um land, bæði munka- og nunnuklaustur. Fram til ársins 1550 voru Íslendingar katólskrar trúar en þá urðu siðaskipti. Þjóðin tók upp lútherskan sið, sem kenndur er Kristnitakan átti sér stað árið 1000 á Þingvöllum við Öxará. Fánastöngin er á þeim stað þar sem talið er að Lögrétta, þing Íslendinga til forna, hafi starfað. Krossinn í fánanum minnir á að kristin trú er ríkistrú landsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=