Kristin trú - Fagnaðarerindið

K R I S T I N T R Ú 24 Kirkjan klofnar Árið 1054 klofnaði kristin kirkja í rómversk-katólsku kirkjuna og austurkirkjuna, sem kölluð er rétttrúnaðarkirkjan, aðallega vegna deilna um hver ætti að vera æðsti maður kirkjunnar. Árið 1517 hófst annar alvarlegur klofningur þegar lútherskir mótmælendur fóru að gagnrýna rómversk-katólsku kirkjuna sem þeir töldu spillta. Var Jesús Guð? Í frumkristni hófust fljótt deilur um eðli Jesú. Var hann Guð eða maður? Á kirkjuþinginu í Konstantínópel árið 381 var gefin út yfirlýsing um að Guð væri einn en þó þrír, því bæði Jesús Kristur og hinn heilagi andi væru hluti af guðdóminum. Þess vegna tala kristnir menn oft um: Guð föðurinn, Guð soninn (Jesúm Krist) og Guð hinn heilaga anda. Kristin trú í dag Kristin trú eru fjölmennustu trúarbrögð mannkyns. Fjöldi krist- inna manna er talinn vera á bilinu 1500–2000 milljónir manna sem þýðir að um það bil þriðji hver maður á jörðinni játar kristna trú. Auk þess trúa múslimar og bahá´íar því að Jesús Kristur hafi verið sendiboði frá Guði. Kristna menn er að finna í öllum löndum heims en sums staðar er starfsemi kristinna safnaða bönnuð eða verulega takmörkuð. Kristið trúboð er enn stundað víða um veröldina. Frá Íslandi hafa trúboðar meðal annars farið til starfa í Kína og Afríku. Auk kristniboðsins reka trúboðarnir skóla og veita læknisaðstoð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=