Kristin trú - Fagnaðarerindið

K R I S T I N T R Ú 23 6 ÚTBREIÐSLA TRÚARINNAR Upphaf kirkjunnar Fyrstu vikurnar eftir krossfestinguna voru lærisveinarnir í felum því þeir óttuðust að þeirra biðu sömu örlög og meistara þeirra. Á hvítasunnu, sem er uppskeruhátíð meðal gyðinga, voru þeir staddir saman í húsi í Jerúsalem. Í Postulasögunni er sagt frá því að þá hafi heilagur andi komið yfir lærisveinana. Við það hvarf þeim allur ótti og þeir einsettu sér að breiða út boðskap Jesú Krists, líkt og hann hafði sagt þeim að gera: Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum . (Matt. 28.18–20) Það má því segja að kristin kirkja hafi verið stofnuð á hvítasunnunni. Þennan sama dag flutti Pétur, sem var leiðtogi lærisveinanna, svo áhrifamikla ræðu um Jesú að um þrjú þúsund manns tóku skírn og bættust þannig í hóp átrúenda. Fórnir og sigrar Kristnin barst eins og eldur í sinu um Rómaríki. Mestan þátt í þessari hröðu útbreiðslu átti maður að nafni Páll. Hann fór margar trúboðsferðir vítt og breitt um heimsveldið. En trúboðið mætti strax mikilli andstöðu stjórnvalda og trúar- legra leiðtoga. Margir kristnir menn voru teknir af lífi á hroða- legan hátt í skipulögðum ofsóknum. Talið er að bæði Pétur og Páll hafi dáið sem píslarvottar í Róm, höfuðborg Ítalíu, á dögum keisarans Neró. Árið 313 urðu straumhvörf í sögu kristninnar þegar rómverski keisarinn Konstantínus leyfði trúna og árið 380 var hún gerð að ríkistrú Rómaveldis. Við það jukust áhrif kristinna safnaða mikið. Biskupinn í Róm gerði brátt tilkall til að vera leiðtogi allra krist- inna manna. píslarvottur = maður eða kona sem fórnar lífinu fyrir trú sína

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=