Kristin trú - Fagnaðarerindið

K R I S T I N T R Ú 22 Upprisan Líkami Jesú var lagður í grafhvelfingu og stórum steini velt fyrir opið. Tveimur dögum síðar, á sunnudegi, komu María Magdalena og önnur kona, sem líka hét María, að gröfinni til að líta eftir henni. Matteusarguðspjall greinir frá því að þá hafi orðið mikill landskjálfti og engill stigið niður af himni. Hann velti steininum frá og sýndi konunum tóma gröfina. Engillinn sagði þeim að Jesús væri risinn upp frá dauðum og bað þær að segja lærisveinunum fréttirnar. Þær gerðu það. Samkvæmt guðspjallinu birtist Jesús síðar mitt á meðal lærisveinanna uppi á fjalli nokkru í Galíleu og talaði við þá. Í tveimur guðspjöllum og Postulasögunni er jafn- framt sagt frá því að Jesús hafi verið numinn upp til himins að lærisveinum sínum ásjáandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=