Kristin trú - Fagnaðarerindið

K R I S T I N T R Ú 21 Júdas vísaði þeim á Jesú með því að ganga til hans og heilsa honum með kossi. Hermennirnir handtóku þá Jesú og fóru með hann í hús æðsta prestsins. Æðstu prestarnir og öldungaráð gyðinga fundu Jesú sekan um guðlast og vildu lífláta hann. En þar sem þeir höfðu ekki vald til að fullnægja dauðadómum fóru þeir með hann til Pontíusar Pílatusar, landstjóra Rómverja. Landstjórinn lét undan kröfum prestanna og dæmdi Jesú til krossfestingar, eins og gert var við verstu glæpamenn. Fangaverðirnir hæddust að Jesú og pyntuðu hann á ýmsan hátt. Hann var því mjög máttfarinn þegar hann lagði af stað með þungan krossinn á bakinu upp á hæð sem hét Golgata en það þýðir Hausaskeljastaður. Þar var hann negldur á krossinn. Matteusarguðspjall segir frá því að þegar Jesús hékk á krossinum varð myrkur um allt landið í nokkrar klukkustundir og þegar hann gaf upp andann skalf jörðin. Kristnir menn trúa því að með dauða sínum á krossinum hafi Jesús tekið á sig syndir allra manna. Með því einu að játa trú á hann í einlægni geti hver sem er öðlast eilíft líf. Kristnir menn telja að líkami Jesú hafi verið lagður til hvílu í þessari klettagröf sem er rétt fyrir utan borgarmúra Jerúsalem.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=