Kristin trú - Fagnaðarerindið

K R I S T I N T R Ú 20 Jesús bauð lærisveinunum að borða með sér páskamáltíðina. Á undan matnum þvoði hann fætur þeirra til að kenna þeim að þjóna hver öðrum. Á heimilum gyðinga hefst máltíðin á því að húsbóndinn blessar vínið og brauðið. Jesús fylgdi þessum sið en þegar hann rétti lærisveinunum brauðið bætti hann við: Þetta er líkami minn, sem fyrir yður er gefinn, gjörið þetta í mína minningu . Og þegar hann rétti þeim kaleikinn sagði hann: Þessi bikar er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði, sem fyrir yður er úthellt . Samkvæmt frásögn guðspjallanna gaf Jesús í skyn að einn þeirra, Júdas Ískariot, mundi svíkja hann í hendur óvina þeirra. Krossfestingin Sama kvöld fór Jesús ásamt lærisveinunum í Getsemane-garðinn við rætur Olíufjallsins. Jesús reyndist sannspár: Júdas Ískaríot sveik hann. Hann sagði æðstu prestum gyðinga frá því að Jesús væri í garðinum, fjarri mannfjöldanum. Um það bil sem Jesús og lærisveinarnir ætluðu að yfirgefa garðinn kom Júdas ásamt hópi vopnaðra manna. Þetta altari er á þeim stað þar sem talið er að krossinn hafi staðið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=