Kristin trú - Fagnaðarerindið

K R I S T I N T R Ú 19 5 DAUÐI JESÚ OG UPPRISA Þegar Jesús hafði ferðast um landið og predikað í þrjú ár hélt hann ásamt lærisveinum sínum til Jerúsalem til að halda upp á páskana. Honum var fagnað gífurlega þegar hann reið á asna inn í borgina. Fólkið veifaði pálmagreinum líkt og um konung væri að ræða. Margir trúðu því að hann væri sendur af Guði til að frelsa þjóðina. En Jesús átti líka marga volduga óvini. Farísear, sem voru strangtrúaðir gyðingar, öfunduðu hann og óttuðust að fólkið vildi frekar hlusta á hann en þá. Það sveið undan því þegar hann kall- aði þá hræsnara. Þeir litu á Jesú sem falsspámann og biðu eftir tækifæri til að handtaka hann og láta taka hann af lífi. Síðasta kvöldmáltíðin Samkvæmt guðspjöllunum talaði Jesús oft um það við lærisvein- ana að hann yrði að fórna lífi sínu fyrir mannkynið en að hann myndi rísa upp frá dauðum þremur dögum seinna. Kaleikur og oblátur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=