Kristin trú - Fagnaðarerindið

K R I S T I N T R Ú 18 Kærleikur í verki Jesús talaði oft um hversu mikilvægt það væri að vera góður við aðra. Í fjallræðunni segir: Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra . (Matt 7.12) Svipaða setningu er að finna í helgiritum allra helstu trúarbragða mannkyns. Hún er því stundum nefnd „gullna reglan“. Jesús kenndi fylgjendum sínum að elska ekki aðeins vini sína heldur einnig óvini. Og hann brýndi fyrir þeim að fyrirgefa öðrum, sama hvað þeir hefðu gert á hlut þeirra: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður, til þess að þér séuð synir föður yðar sem er á himnum, því að hann lætur sól sína renna upp yfir vonda og góða og rigna yfir réttláta og rangláta . (Matt. 8:43) Miskunnsami Samverjinn Jesús sagði eftirfarandi sögu til að útskýra hvað felst í því að láta sér annt um aðra. Sagan bendir meðal annars á að sumir þykjast vera góðir og hjálpsamir en eru það ekki í raun og veru. Aðrir sem eru kannski ekki eins mikils metnir í þjóðfélaginu eru stundum betri manneskjur þegar á reynir. Ræningjar réðust á mann nokkurn sem var á ferð frá Jerúsalem niður til Jeríkó. Þeir rifu af honum fötin og börðu hann. Síðan fóru þeir burt og skildu hann eftir hálfdauðan. En af tilviljun fór prestur nokkur niður veg þennan og er hann sá hann, gekk hann fram hjá. Sömuleiðis kom og Levíti þar að [ maður sem vann við musterið í Jerúsalem ] og sá hann, en gekk einnig fram hjá. En Samverji nokkur [ maður frá Samaríu, gyðingar litu niður á fólk frá þessu landsvæði ], er var á ferð, kom að honum og er hann sá hann, kenndi hann í brjósti um hann og gekk til hans og batt um sár hans. Svo setti hann manninn upp á asnann sinn og flutti hann til gistihúss og annaðist hann. Daginn eftir tók hann upp peninga, fékk gestgjafanum og sagði: „Hugsaðu vel um hann og ef þetta kostar meira, skal ég borga þér, þegar ég kem aftur“. Endursögn úr Lúkasarguðspjalli 10:25

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=