Kristin trú - Fagnaðarerindið

K R I S T I N T R Ú 17 Faðir vor Jesús var mjög bænheitur maður. Lærisveinarnir sáu hann oft fara afsíðis til að biðja. Þeir vildu læra að biðja eins og hann. Þá kenndi hann þeim eftirfarandi bæn sem stundum er kölluð bæn Drottins. Faðir vor, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Þannig lýkur bæninni í guðspjöll- unum en síðar var bætt við orðunum: Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen Orðið amen er hebreska og þýðir „Já, svo skal verða“. Sú venja að ljúka bænum eða ritningalestri með þessu orði er komin úr gyðingdómi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=