Kristin trú - Fagnaðarerindið
K R I S T I N T R Ú 16 Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa. Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða. Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða. Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða. Sælir eru þeir, sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himna- ríki. Sælir eruð þér, þá er menn smána yður, ofsækja og ljúga á yður öllu illu mín vegna. Matt. 5:3 Jesús benti áheyrendum sínum á að veraldleg gæði eru ekki sönn verðmæti. Hin sönnu verðmæti eru andlegs eðlis: Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þar sem þjófar brjótast ekki inn og stela. Því að þar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera. Matt. 6:19 Í stað þess að gagnrýna aðra ætti hver og einn að einbeita sér að því að laga sína eigin galla: Hví sérð þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: „Lát mig draga flísina úr auga þér?“ Og þó er bjálki í auga sjálfs þín. Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér, og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns. Matt. 7:1–5
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=