Kristin trú - Fagnaðarerindið

K R I S T I N T R Ú 15 veislu fyrir yngri bróður sinn en ekki sig sem hefði alltaf verið honum góður sonur. Faðir hans sagði við hann: „Sonur minn, þú ert alltaf hjá mér og allt mitt er þitt. En við skulum gera okkur glaðan dag, því að þessi bróðir þinn var dauður og er lifnaður aftur, var týndur og er fundinn.“ Endursögn úr Lúkasarguðspjalli 15:11 Guðsríkið Koma guðsríkisins var kjarninn í því sem Jesús boðaði. En þegar fræðimenn gyðinga spurðu hann hvenær guðsríkið kæmi, svaraði hann: „Guðsríki kemur ekki þannig að á því beri og ekki munu menn geta sagt: Sjá það er hér, eða það er þar, því sjá guðsríki er innra með yður.“ Þeir höfðu ekki búist við þessu svari, því þeir skildu spádóma helgiritanna mjög bókstaflega. Jesús sagði fólkinu líka ýmsar dæmisögur til að útskýra fyrir því hvað hann ætti við með komu guðsríkisins. Ein þeirra er svona: Líkt er himnaríki mustarðskorni, er maður tók og sáði í akur sinn. Vissulega er það hverju sáðkorni smærra, en þegar það er sprottið, er það stærra en jurtirnar og verður að tré, svo að fuglar himinsins koma og hreiðra um sig á greinum þess. Lúkas 13:18 Fjallræðan Eftir því sem Jesús predikaði á fleiri stöðum vildu fleiri hlusta á hann. Eitt skiptið var mannfjöldinn slíkur að Jesús brá á það ráð að ganga upp í fjallshlíð ásamt lærisveinum sínum og tala þaðan við fólkið. Þess vegna er ræðan sem hann flutti þar kölluð fjallræðan. Í henni setti hann fram helstu kenningar sínar. Margir undruðust orð hans því að hann kenndi þeim eins og sá sem vald hafði, og ekki eins og fræðimenn þeirra . (Matt. 7:29) Fyrstu setningarnar í ræðunni hefjast allar á orðunum „sælir eru“, sem þýðir „blessaðir eru“. Þetta er kallað sæluboðanir. Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki. Sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=