Kristin trú - Fagnaðarerindið

K R I S T I N T R Ú 14 4 BOÐSKAPURINN Kristin trú á rætur sínar í gyðingdómi enda var Jesús alinn upp sem gyðingur. Flestir þeirra sem hann talaði við voru gyðingar og hann vitnar oft til helgirita þeirra. Margt af því sem hann boðaði var þannig líkt því sem fólkið hafði heyrt áður en annað var nýtt. Sá Guð sem Jesús boðaði trú á var hinn sami og Móse og aðrir spámenn gyðinga höfðu talað um. En hann lagði mikla áherslu á að Guð væri kærleiksríkur Guð. Hann líkti honum við föður sem elskar börnin sín svo mikið að hann er alltaf tilbúinn að fyrirgefa þeim þó að þau óhlýðnist honum, svo lengi sem þau sjá raunveru- lega eftir því sem þau hafa gert og biðja hann fyrirgefningar. Týndi sonurinn Jesús sagði fólkinu margar sögur til að útskýra kenningar sínar. Sögurnar höfðu dýpri merkingu en virtist á yfirborðinu. Þeim var ætlað að kenna fólki um Guð og boðskap hans. Þess vegna eru þær kallaðar dæmisögur. Sagan um týnda soninn er ekki bara falleg saga um ástríkan föður og syni hans heldur er hún um ást Guðs á mannkyninu. Bóndi nokkur átti tvo syni. Eldri sonurinn var hlýðinn og duglegur við bústörfin. Yngri sonurinn vildi hins vegar fara að heiman og bað föður sinn að gefa sér sinn hluta arfsins. Faðirinn gerði eins og hann bað um og kvaddi son sinn hryggur í huga. Yngri sonurinn eyddi peningunum í alls konar vitleysu og brátt var hann orðinn auralaus. Þá fór hann að leita sér að vinnu en fékk ekkert að gera nema að gæta svína. Stundum var hann svo svangur að hann reyndi jafnvel að éta fóðrið sem svínunum var gefið. Honum leið nú orðið mjög illa og ákvað að snúa aftur heim til sín en þar sem hann skammaðist sín mikið fyrir að hafa sóað öllum arfinum, fannst honum hann ekki eiga það skilið að vera sonur föður síns lengur. Þegar faðirinn sá yngri son sinn nálgast bæinn kenndi hann í brjósti um hann, hljóp til hans og faðmaði hann að sér. Hann lét son sinn fá falleg föt til að fara í og hélt mikla veislu til að fagna heimkomu hans. Eldri sonurinn varð öfundsjúkur og spurði föður sinn hvers vegna hann væri að halda

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=