Kristin trú - Fagnaðarerindið

K R I S T I N T R Ú 13 vert langt í burtu. Við grípum niður í frásögnina þegar maðurinn segir við Jesú: ,,Herra, kom þú áður en barnið mitt andast.“ Jesús svaraði: ,,Far þú, sonur þinn lifir.“ Maðurinn trúði því orði, sem Jesús mælti til hans, og fór af stað. En meðan hann var á leiðinni ofan eftir, mættu honum þjónar hans og sögðu, að sonur hans væri á lífi. Hann spurði þá, hvenær honum hefði farið að létta, og þeir svöruðu: ,,Í gær upp úr hádegi fór hitinn úr honum.“ Þá sá faðirinn, að það hefði verið á sömu stundu og Jesús sagði við hann: ,,Sonur þinn lifir.“ Og hann tók trú og allt hans heimafólk. Jóhannesarguðspjall 4:49 Í Guðspjöllunum eru frásagnir um að Jesús hafi læknað holds- veika, lamaða, blinda, heyrnarlausa, geðveika, flogaveika og mál- lausa. Meira að segja er sagt frá því að hann hafi þrisvar sinnum vakið fólk upp frá dauðum. Auk þess er talað um alls konar kraftaverk önnur, svo sem að breyta vatni í vín, stilla storm, ganga á vatni og metta þúsundir manna með tveim fiskum og nokkrum brauðum. Mósaíkmynd í kirkju við Galíleuvatn, þar sem Jesús mettaði fimm þúsund manns með tveim fiskum og fáeinum brauðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=