Kristin trú - Fagnaðarerindið
K R I S T I N T R Ú 12 Að því búnu komu þeir aftur til Jesú og ferðuðust eftir það með honum um landið. Þeir fylgdust með því þegar hann kenndi fólkinu um Guð og lærðu af fordæmi hans. Hann var andlegur kennari þeirra og þeir nemendur hans, eins og orðið lærisveinn bendir til en það hefur svipaða merkingu og lærlingur eða nem- andi. Kraftaverk Frægð Jesú barst eins og eldur í sinu um héraðið, sérstaklega þegar það spurðist út að hann væri fær um að lækna sjúka með því einu að snerta þá og stundum þyrfti það ekki einu sinni til. Hann gæti líka læknað fólk sem væri fjarverandi með því einu að hugsa til þess. Í fjórða kafla Jóhannesarguðspjalls er til dæmis frásögn af manni sem kom til Jesú og bað hann að koma heim með sér til að lækna son sinn sem lá fyrir dauðanum. Þá var Jesús staddur í bænum Kana í Galíleu en heimili mannsins var í Kapernaum sem var tals- Eyðimörk í Ísrael.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=