Kristin trú - Fagnaðarerindið

K R I S T I N T R Ú 11 Þar með var ætlunarverk Jesú hafið. Eftir skírnina hélt hann út í eyðimörk til að undirbúa sig fyrir þá köllun sem hann var viss um að Guð hefði falið sér. Hann baðst fyrir og fastaði sem merkir að hann neitaði sér um mat og drykk. Þegar hann hafði fastað í 40 daga og nætur reyndi Satan að freista hans til að fá hann til að hætta við ætlunarverk sitt en það mistókst algjörlega. Orðið Satan þýðir andstæðingur á hebresku. Hann er líka kallaður djöfullinn. Þegar Jesús kom aftur til mannabyggða byrjaði hann að predika í sýnagógum, samkunduhúsum gyðinga. Að predika þýðir að boða trú eða fræða aðra um trúarleg málefni. Til að byrja með var honum víða vel tekið. Annað varð upp á teningnum þegar hann talaði í sýnagógunni í Nasaret, heimabæ sínum. Hann las upp úr helgiritum gyðinga spádóma um komu Messíasar og sagði söfnuðinum að þeir ættu allir við sig. Fólkið trúði ekki einu orði af því sem hann sagði og rak hann út úr samkunduhúsinu. Það varð svo reitt að það hrakti hann upp á fjall fyrir utan bæinn og ætlaði að hrinda honum fram af því en hætti við það á síðustu stundu. Fyrstu lærisveinarnir Jesús yfirgaf æskuslóðir sínar og hélt fótgangandi til Galíleuvatns. Þar hitti hann nokkra fiskimenn sem urðu fyrstu fylgjendur hans. Svo virðist sem þeir hafi verið svo sannfærðir um að hann væri spámaður frá Guði að þeir voru strax tilbúnir til að yfirgefa fjöl- skyldur sínar og atvinnu til að fylgja honum. Alls staðar þar sem Jesús fór þyrptist fjöldi manns að til að hlusta á hann. Margir undruðust þekkingu hans og visku og kölluðu hann rabbína en svo nefndust þeir sem fræddu fólkið um lögmál Móse. Hópur fylgjenda hans stækkaði óðum og úr þessum skara lærisveina valdi hann tólf menn sem postula sína eða sendi- boða. Hann sendi þá út á meðal fólksins til að segja því það sama og Jóhannes skírari hafði boðað: Tíminn er fullnaður og guðsríki er nálægt. Gjörið iðrun 1 og trúið fagn- aðarboðskapnum. (Markús 1:15) 1 Gjöra iðrun = sjá eftir því sem maður hefur gert og biðja Guð fyrirgefningar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=