Kristin trú - Fagnaðarerindið

K R I S T I N T R Ú 9 þess getið að fjárhirðar hafi komið til að sjá barnið eftir að englafjöld birtist og sagði þeim að frelsari heimsins væri fæddur. Símeon og Anna Skömmu eftir fæðinguna fóru María og Jósef með Jesú í must- erið í Jerúsalem til að helga hann Guði eins og til siðs var meðal gyðinga. Þar hittu þau tvær gaml- ar manneskjur, Símeon og Önnu, sem voru bæði mjög bænrækin. Þegar þau sáu barnið glöddust þau mjög og sögðu að þessi litli drengur yrði frelsari þjóðarinnar. Bjargað frá lífláti Lítið er vitað um líf Jesú á yngri árum hans. Talið er að María og Jósef hafi flúið með hann til Egyptalands þegar hann var smábarn. Konungur Júdeu, Heródes, sat um líf hans vegna þess að hann hafði heyrt að nýfædda barnið væri Messías sem myndi steypa honum af stóli þegar það yrði fullorðið. Óvenjulegt barn Eftir andlát Heródesar fluttu foreldrar Jesú aftur til Nasaret. Þar ólst hann upp í faðmi fjölskyldunnar. Hann virðist hafa verið afar óvenjulegt barn, því samkvæmt orðum guðspjallamannsins Lúkasar var hann fullur visku og náð Guðs var yfir honum . (Lúkas 2:40) Jesús varð snemma mjög áhugasamur um trúarleg málefni eins og frásögnin um heimsókn hans í musterið í Jerúsalem á páska- hátíðinni vitnar um. Þó að hann væri þá aðeins tólf ára gamall rökræddi hann við fræðimennina af þvílíku innsæi og skilningi að undrun vakti. Nákvæm eftirlíking af ljósastjaka sem var í musterinu í Jerúsalem.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=