Kristin trú - Fagnaðarerindið
K R I S T I N T R Ú 8 Fæðing Jesú Samkvæmt guðspjöllumMatteusar og Lúkasar sá María, ung kona í bænum Nasaret í Galíleu, engil sem tilkynnti henni að hún væri barnshafandi. María varð mjög undrandi og sagði að það gæti ekki verið þar sem hún hefði aldrei átt í ástarsambandi við mann. En engillinn sagði að barnið væri getið af heilögum anda og fyrir því mun það sem fæðist verða kallað heilagt, sonur Guðs . (Lúkas 1:36) Langt var liðið á meðgönguna þegar boð kom frá yfirvöldunum um að allir íbúar landsins ættu að láta skrásetja sig og skyldi hver fara til síns heimabæjar. María fór þá til Betlehem í Júdeu ásamt Jósef, eiginmanni sínum, sem var þaðan. Þar sem fjöldi manns var kominn til bæjarins vegna skrásetningar voru öll herbergin á gisti- húsinu upptekin. Þau urðu því að hafast við í fjárhúsi. Þar fæddi María lítinn dreng sem var gefið nafnið Jesús. Vitringar frá Austurlöndum komu í fjárhúsið til að votta barninu lotningu sína og gáfu því dýrar gjafir: gull, reykelsi og myrru. Þeir sögðust hafa séð bjarta stjörnu sem vísaði þeim veginn. Einnig er Staðurinn í Betlehem þar sem talið er að Jesús hafi fæðst.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=