7 Þegar faraóar, drottningar og annað háttsett fólk dó var líkömum þeirra breytt í múmíur með því að þurrka líkin svo að þau rotnuðu síður. Hver múmía var lögð í kistu og síðan í grafhýsi sem var leyniherbergi inni í píramída. Þar var líka sett ýmislegt sem kæmi sér vel í lífi eftir dauðann; matur, drykkur, peningar, gull og gersemar. Mikið af því sem var í píramídunum er horfið en þeir standa og gefa upplýsingar um líf fólks í Egyptalandi á þessum tíma. Egyptar notuðu letur sem er eins og litlar myndir. Í því voru yfir 700 mismunandi tákn. Það var málað á steina eða grafið í leir. Egyptar skrifuðu líka á sefgras sem er kallað papírus. Fyrir um 3700 árum náði erlend þjóð yfirráðum í Egyptalandi um tíma. Sú saga endurtók sig nokkrum sinnum. Síðasta drottning Egypta hét Kleópatra.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=