6 Egyptaland hið forna fyrir um 7000–2000 árum Áin Níl á upptök sín í fjöllum Afríku og rennur um eyðimörk norður eftir Egyptalandi. Þegar snjóa leysir í fjöllunum flæðir áin yfir bakka sína. Þá verður þurr jörðin rök og frjósöm. Í Nílardalnum fór fólk snemma að rækta korn, grænmeti og ávexti. Yfir Egyptalandi réðu konungar, kallaðir faraóar. Þjóðin trúði á marga guði og leit líka á faraóana sem guði. Fólkið varð að vinna fyrir faraóana. Þeir létu hlaða risastóra píramída úr grjóti, þeim sjálfum og guðunum til dýrðar. Það tók mörg ár fyrir mörg þúsund menn að byggja píramída.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=