5 Í lítilli bók er bara hægt að segja pínulítið brot af mannkynssögunni. Það er eins og við séum stödd í ógnarstórri blokk. Þegar við horfum út um glugga sjáum við ekki upp eftir blokkinni fyrir skýjum rétt eins og við sjáum ekki framtíð okkar. Við sjáum niður blokkina. Gluggana sem eru næst okkur sjáum við best. Svo sjáum við gluggana neðar verr og verr. Það eru íbúðir innan við alla þessa glugga. Þar er fólk að gera eitthvað og saga þess verður til. Við vitum líka að blokkin stendur á jörðinni og nær langt niður í hana. Þar er erfitt að sjá nokkuð. Í þessari bók þykjumst við kíkja á örfáa glugga á slíkri risablokk.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=