4 Mannkynssaga Fólk sem fluttist í ný heimkynni þurfti að læra ýmislegt og breyta venjum sínum. Þar var oft öðruvísi loftslag en á gamla staðnum og þess vegna lifðu þar aðrar lífverur, dýr og plöntur. Þær þurfti fólk að læra að þekkja, safna, veiða og varast. Fyrir um 12 þúsund árum hlýnaði í heiminum. Jörðin varð sums staðar mjög frjósöm. Það þurfti ekki að fara langt til að safna nægri fæðu. Fólk gat sest að. Það komst upp á lag með að rækta plöntur og dýr. Sumir hættu að safna og veiða og urðu bændur. Smátt og smátt mynduðust ólíkir siðir hjá hópum manna sem bjuggu langt hver frá öðrum. Saga fólks á hverjum stað varð sérstök. Saga fólks á jörðu frá upphafi til okkar dags er kölluð mannkynssaga.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=