Komdu og skoðaðu sögu mannkyns

Menn verða til Einu sinni voru engir menn á jörðinni en margar tegundir af plöntum og dýrum. Á löngum tíma urðu til nýjar tegundir. Svo hurfu þær og aðrar komu í staðinn. Apar lifðu í Afríku. Fyrir 5 milljónum ára fóru sumir þeirra að standa upp og ganga á afturfótunum. Þeir eru kallaðir mannapar. Svo urðu til nýjar tegundir sem notuðu hendurnar og bjuggu til verkfæri og sumar kunnu að nota eld. Þetta voru frummenn. Nútímafólk kom fram fyrir um 150 þúsund árum. Fólkið gerði ýmislegt sem dýr geta ekki. Það hjálpaði þeim sem voru veikir. Það bjó sér til föt þegar það flutti þangað sem var kalt. Fólk talaði saman og lærði hvert af öðru. Það smíðaði hljóðfæri, málaði myndir eða gerði annars konar listaverk. Oft trúði það á einhvern æðri mátt eða guði. 2

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=