Komdu og skoðaðu sögu mannkyns
24 Nýtt árþúsund síðustu 100 ár Á síðustu öld urðu hraðar breytingar. Flugvélar flytja fólk um heiminn á nokkrum klukkutímum. Í útvarpi og sjónvarpi eru fréttir og skemmtiefni alls staðar að. Netið tengir milljónir tölva með óendanlega miklu efni. Þjóðir sem í mörg þúsund ár vissu ekki hver um aðra geta nú haft dagleg samskipti eins og fjölskylda. Þótt margt fólk sé ríkt og njóti nýrrar tækni eru enn ótal margir í heiminum sem lifa líku lífi og forfeður þess og mæður hafa lengi gert. Margir eru svo fátækir að þeir þekkja ekki af eigin raun tækniundur nútímans. Um miðja öldina voru Sameinuðu þjóðirnar stofnaðar. Þær reyna að hjálpa þjóðum að leysa deilur með því að tala um þær og sættast án þess að fara í stríð. Tækninni fylgja vandamál. Frá bílum, öðrum vélum og verksmiðjum koma efni sem hafa áhrif á náttúruna. Þau breyta loftslagi, óhreinka jörð, loft eða vatn svo að fólk og aðrar lífverur geta veikst og jafnvel dáið. Árið 1992 héldu Sameinuðu þjóðirnar stóran fund allra þjóða. Þar voru samþykktar reglur fyrir þjóðir til að fara eftir svo að ekki verði áfram farið illa með jörðina. Mannkynssagan lengist stöðugt. Alltaf fæðist nýtt og nýtt fólk og allir eiga að hafa sama rétt til að lifa og láta sér líða vel.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=