Komdu og skoðaðu sögu mannkyns
23 Menn gerðu alls kyns rannsóknir og tilraunir og uppgötvuðu ýmislegt. Þeir viðurkenndu að jörðin væri gömul, að hún væri hnöttur sem snerist í kringum sólina, að hún hefði þyngdarkraft, að lífverur hefðu þróast á löngum tíma og margt fleira. Ný þekking breiddist hratt út með bókum og háskólar voru stofnaðir þar sem fólk vann að rannsóknum. Vélar voru fundnar upp til ýmissa starfa. Fólk hætti að vinna heima og fór að vinna í verk- smiðjum. Þetta er kallað iðnbylting. Þorp og borgir mynduðust í kringum verksmiðjurnar. Verkafólk í verksmiðjum átti erfiða ævi, fékk lítil laun og átti aldrei frí. Fátæk börn fengu ekki að fara í skóla en voru látin vinna í verksmiðjum. Fólk bjó í slæmum húsum. Reykur og efni frá verksmiðjunum menguðu umhverfið. Þetta lagaðist þegar verksmiðjufólk myndaði samtök og krafðist betri kjara. Oft þurfti fólk að fara í verkföll til að ná fram kröfum sínum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=