22 Byltingar, þekking og réttindi fyrir 400–100 árum Breytingar sem gerast hratt eru kallaðar byltingar. Kóngar höfðu lengi ráðið yfir fólki og heimtað af því peninga og vinnu. Kirkjan vildi ráða skoðunum fólks og trú. Nokkrir voru ríkir og réðu miklu. Flestir voru fátækir og réðu engu. Svo fóru menn að benda á að þetta væri ekki réttlátt. Um 1790 gerði margt fátækt fólk í Frakklandi uppreisn gegn því að borga kónginum skatta en fá engu að ráða. Kóngurinn og aðalsmennirnir gáfust upp. Þetta er kallað franska byltingin. Smátt og smátt voru ríki stofnuð í Evrópu þar sem fólk kaus hverjir stjórnuðu landinu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=