Komdu og skoðaðu sögu mannkyns

21 Evrópubúar ræktuðu baðmull, tóbak og sykur í Ameríku. Í fyrstu létu þeir frumbyggja vinna á ekrunum. Þegar þeir dóu þúsundum saman vantaði vinnufólk. Þá var flutt inn fólk frá Afríku og gert að þrælum. Þótt sumir færu vel með þræla sína voru þeir eins og hver önnur eign húsbænda sinna, ófrjálsir og réttlausir. Um 1800 var þrælahald bannað í norðurhluta Bandaríkjanna og 60 árum seinna líka í suðurhlutanum. Í lok 19. aldar náðu Bandaríkin frá Atlantshafi til Kyrrahafs og þjóðin var orðin ein ríkasta og voldugasta þjóð heims.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=