Komdu og skoðaðu sögu mannkyns

20 Ameríka fyrir 500–100 árum Evrópubúar flykktust til Ameríku. Spánverjar lögðu mestalla Suður-Ameríku undir sig. Þeir gerðu heimamenn að þrælum og fluttu skipsfarma af gulli og silfri til Spánar. Frakkar og Bretar fluttu til Norður-Ameríku og síðan aðrar Evrópuþjóðir. Stofnuð voru bresk fylki við austurströndina. Fólk þar þurfti að borga háa skatta til Bretlands og fannst það ósanngjarnt. Fylkin voru sameinuð í eitt ríki, Bandaríkin, og lýstu yfir sjálfstæði sínu. Evrópumenn kunnu í fyrstu ekki að rækta amerískar matjurtir en frumbyggjarnir kenndu þeim það. Nýbúum fjölgaði stöðugt og lögðu undir sig meira land. Frumbyggjarnir voru reknir burt eða drepnir. Margir dóu líka úr sjúkdómum. Margar þjóðir frumbyggja hurfu alveg. Aðrar voru neyddar til að lifa á sérstökum svæðum, oft langt frá fyrri heimkynnum sínum. Tungumál þeirra og menning hurfu að mestu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=