Komdu og skoðaðu sögu mannkyns

19 Farið var að stunda vísindi og rannsaka alls kyns efni, plöntur, dýr og menn. Prentvélin var fundin upp í Þýskalandi. Þá var hægt að prenta bækur og dreifa nýjum hugmyndum og þekkingu um alla Evrópu. Fólk vildi kaupa vörur eins og krydd og silki frá Kína eða Indlandi. Menn vildu reyna að sigla til Asíu til að sækja þessar dýru vörur. Árið 1492 reyndi Kristófer Kólumbus að komast til Indlands með því að sigla í vestur frá Evrópu. Eftir fimm vikur komu skip hans að stórum eyjum. Kólumbus hélt að hann væri kominn til Indlands og nefndi eyjarnar Vestur-Indíur. Seinna sáu menn að þetta er risastór heimsálfa. Hún fékk nafnið Ameríka. Þegar Evrópubúar komu að ókunnum löndum sögðust þeir vera að finna þau og lögðu eign sína á þau. Samt hafði fólk búið í löndunum í mörg þúsund ár. Evrópubúar höfðu bara ekki vitað af því.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=