18 Endurreisn og siglingar fyrir um 650–500 árum Fólk á Ítalíu kynnti sér það sem Grikkir og Rómverjar höfðu gert um 2000 árum fyrr og fékk þá ýmsar nýjar hugmyndir. Þetta var kallað endurreisn. Ríkt fólk borgaði listamönnum fyrir verk sín og mikið varð til af fallegum byggingum og listaverkum. Leonardo da Vinci var bæði listmálari og vísindamaður sem rannsakaði náttúruna. Lögð var áhersla á að hver maður væri frjáls en ekki bundinn af kirkju eða léni. Fólk átti að mennta sig til að þroska hæfileika sína. Ríkir foreldrar sendu syni sína í skóla en einkakennarar kenndu stelpum heima. Krakkarnir lásu skrif Grikkja og Rómverja, lærðu tónlist og aðrar listgreinar og tungumál.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=