Komdu og skoðaðu sögu mannkyns

17 Annars var það kallað villutrúarfólk og var ofsótt og stundum brennt á báli. Byggðar voru stórar og skrautlegar dómkirkjur. Það gat tekið meira en 100 ár að byggja slíka kirkju. Sumir fóru í klaustur. Þau voru ýmist fyrir munka eða nunnur. Fólkið gaf allt sem það átti og mátti ekki giftast. Í klaustrum var veiku fólki oft hjálpað. Ólíkt öðru fólki kunnu munkar og nunnur að lesa og skrifa. Í klaustrum voru víða handskrifaðar merkilegar bækur, skreyttar með myndum, og ýmis listaverk unnin. Borgir mynduðust í kringum kastala. Fólk þar borgaði leigu fyrir húsnæðið og vann ýmis störf. Sumir saumuðu föt eða útbjuggu leirmuni. Aðrir voru kaupmenn, bakarar, slátrarar, bruggarar, veitingamenn, gullsmiðir, prestar eða læknar. Fólk í borgum gat orðið ríkt og valdamikið þótt það væri ekki aðalsfólk.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=