16 Evrópa á miðöldum fyrir 1500–500 árum Á miðöldum var lénsskipulag í mörgum löndum Evrópu. Þá var kóngurinn æðstur. Hann bjó í höll eða kastala og hafði um sig hirð aðalsmanna og riddara. Þeir fengu land hjá kónginum, kallað lén, en urðu í staðinn að hjálpa honum í stríði. Flestir voru bændur, ræktuðu landið og framleiddu fæðu. Bændafólk bjó í einföldum húsum með dýrum sínum, oft í litlum þorpum. Það borgaði lénsherrunum, með mat eða vinnu, fyrir að fá að nota land þeirra. Kirkjan var mjög valdamikil. Páfinn í Róm var æðsti maður kirkjunnar. Í hverju landi voru biskupar. Fólk varð að hlýða fyrirmælum kirkjunnar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=