Komdu og skoðaðu sögu mannkyns

15 Konungurinn bjó í borginni Kúskó. Hann var talinn afkomandi sólarinnar. Sólin var æðst guða. Inkar trúðu líka á mátt fjallanna. Þau gátu drepið með skriðum en þaðan kom líka lífsnauðsynlegt vatn í ár og á akra. Öll hús voru hlaðin úr grjóti, hof, hallir og heimili. Veggir urðu að vera traustir því að jarðskjálftar eru algengir. Steinlagðir vegir lágu um allt ríkið, upp og niður fjöll og um hengibrýr yfir gljúfur. Inkarnir þekktu ekki farartæki á hjólum. Sendiboðar stóðu vakt í húsum við vegina. Þeir tóku á móti skilaboðum og hlupu með þau til næstu sendiboða við veginn. Þannig bárust skilaboð og varningur með miklum hraða um allt ríkið. Fólk ræktaði margs konar ávexti og grænmeti; maís, tómata, kartöflur, paprikur og grasker. Lamadýr voru notuð til að bera þungar klyfjar. Þau gáfu líka af sér kjöt og ull í föt og teppi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=