14 Perú fyrir um 4000–500 árum Ameríka er stór og fjölbreytt. Þar eru skógar, eyðimerkur, regnskógar og fjöll. Þar bjuggu margar þjóðir. Hver þeirra átti sitt tungumál og sína menningu. Fyrir 4000 árum voru bændur sestir að í Perú. Fyrir 3200 árum var fólk þar farið að hlaða stórar byggingar úr grjóti og búa til muni úr gulli. Á löngum tíma mynduðust ýmiss konar samfélög manna og hurfu aftur. Fyrir um 800 árum komust Inkar til valda í Perú. Inkaríkið var um 4600 km frá norðri til suðurs. Það náði frá ströndinni og langt upp í fjöllin sem sum eru um 7000 metra há.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=