Komdu og skoðaðu sögu mannkyns
13 Rómverjar trúðu á marga guði og gyðjur í manns- myndum og voru Júpíter og Mínerva æðst þeirra. Rómverjar töluðu latínu og í mörg hundruð ár var latína tungumál menntamanna í Evrópu. Ríkir Rómverjar áttu marga þræla sem unnu öll verk og þeir höfðu því nægan tíma til leikja og íþrótta. Í stærsta hringleikahúsinu, Kólosseum í Róm, horfðu þeir til dæmis á þræla skylmast upp á líf og dauða. Húsið tók um 50 þúsund áhorfendur í sæti og stendur enn að hluta til. Rómverjar sömdu og léku leikrit. Þau voru sum alvarleg eins og grísku leikritin en líka gamanleikrit með tónlist og dansi. Á 5. öld e.Kr. náðu aðrar þjóðir völdum í ríki Rómverja og það leið undir lok.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=