12 Rómaveldi fyrir um 2500–1500 árum Fyrir meira en 2500 árum var lítið ríki þar sem borgin Róm er nú. Smátt og smátt lögðu Rómverjar undir sig landsvæði sem nú er í mörgum löndum í Evrópu, vestast í Asíu og á norðurströnd Afríku. Fyrst var ríkinu stýrt af hópi manna sem valinn var af ríkustu fjölskyldum Rómar. Seinna gerði voldugur hershöfðingi sjálfan sig að keisara. Síðan voru keisararnir í Róm valdamestu menn ríkisins hver á eftir öðrum. Ríkinu var skipt í héruð. Í hverju þeirra var landstjóri. Hann lét fólk borga skatta, hlýða rómverskum lögum og virða rómverska guði. Vegir voru lagðir um allt ríkið og byggð mannvirki sem sum standa enn. Í borgum voru vatnsveitur og skolpleiðslur, hof og baðhús ætluð almenningi, búðir og veitingahús. Flestir bjuggu í fjölbýlishúsum en ríkir menn í stórum húsum með þjónum sínum og þrælum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=